Hlöðueldhúsið verður ekki venjulegur veitingastaður. Hlöðueldhúsið verður fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem allt mun snúast um mat á allskonar vegu. Við munum bjóða uppá sérsniðin námskeið fyrir allskonar hópa sem vilja skemmta sér saman en um leið fræðast um matarhefðir fyrr og nú. Hóparnir munu fræðast um fyrsta flokks hráefni, að mestu fengið úr héraði, einnig eigin ræktun og svo munu allir elda saman mismunandi rétti. Við munum leitast eftir að draga fram sérstöðu íslenska eldhússins, ræktun á norðurslóðum með hjálp raforku /hitaveitu, landbúnað og frjálsa beit á fjöllum, fiskveiðar, vinnslu og geymsluaðferðir fyrr á tímum, söguna og stöðuna í dag.
Að lokum mun hópurinn setjast niður og borða saman og skála í góðu víni eða öli og segja sögur af Suðurlandi.
Umgjörðin verður vel útbúið eldhús í gömlu fjárhúsi og veislusalur í gamalli áfastri hlöðu sem verður gerð upp þannig að stemmning verður að koma í Hlöðueldhúsið. Við verðum með notalegan bar þar sem verður hægt að setja...
Hlöðueldhúsið verður ekki venjulegur veitingastaður. Hlöðueldhúsið verður fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem allt mun snúast um mat á allskonar vegu. Við munum bjóða uppá sérsniðin námskeið fyrir allskonar hópa sem vilja skemmta sér saman en um leið fræðast um matarhefðir fyrr og nú. Hóparnir munu fræðast um fyrsta flokks hráefni, að mestu fengið úr héraði, einnig eigin ræktun og svo munu allir elda saman mismunandi rétti. Við munum leitast eftir að draga fram sérstöðu íslenska eldhússins, ræktun á norðurslóðum með hjálp raforku /hitaveitu, landbúnað og frjálsa beit á fjöllum, fiskveiðar, vinnslu og geymsluaðferðir fyrr á tímum, söguna og stöðuna í dag.
Að lokum mun hópurinn setjast niður og borða saman og skála í góðu víni eða öli og segja sögur af Suðurlandi.
Umgjörðin verður vel útbúið eldhús í gömlu fjárhúsi og veislusalur í gamalli áfastri hlöðu sem verður gerð upp þannig að stemmning verður að koma í Hlöðueldhúsið. Við verðum með notalegan bar þar sem verður hægt að setjast niður og spjalla á meðan eitthvað klárast í ofninum eða kynnast sýndarveruleika þar sem spennandi stutt prógramm verður í boði.
Námskeiðin verða á léttum nótum þannig að allir ættu að finna sig í heimsókn til okkar óháð reynslu í eldhúsi. Við hugsum þetta sem skemmtun með fræðsluívafi ásamt eldamennsku í spennandi og líklega framandi réttum fyrir marga. Það verða mismunandi áherslur í námskeiðahaldinu, hvort við erum að taka á móti erlendum gestum sem eru að koma til landsins til að upplifa Ísland og Íslenska náttúru ásamt Íslensku góðgæti eða hvort vinahópar eða starfsmannahópar Íslenskra fyrirtækja eru að koma til að eiga stund saman en læra samt eitthvað nýtt.
More information
+1

Employees

Hrönn Vilhelmsdóttir
Admin
Hrönn Vilhelmsdóttir CEO ég er textílhönnuður að mennt með ástríðu fyrir matargerð og vil halda í íslenska hatarhefð og nýta á nýjan hátt. Ástríðunni vil ég deila